Erlent

Hillary segist ekki vera lesbía

Hillary Clinton  hefur ítrekað þurft að neita því að hún sé lesbía.
Hillary Clinton hefur ítrekað þurft að neita því að hún sé lesbía.

Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía.

"Fólk segir svo margt um mig að mér er alveg sama. En það er ekki satt," segir Hillary í viðtalinu þegar hún er spurð að því hvort hún lesbía. The Advocate fjallar aðallega um réttindi samkynhneigðra.

Hillary segist ekki geta gert neitt til að stoppa þessar sögusagnir í kringum hana en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún þarf að neita því að hún sé samkynhneigð.

Sömu sögusagnir komust á kreik skömmu eftir að eiginmaður hennar Bill Clinton var kjörinn forseti. Þá neitaði talsmaður hennar því að hún væri lesbía líkt og Hillary gerir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×