Erlent

Fjögurra ára snáði stunginn til bana

Breska lögreglan rannsakar málið sem morð.
Breska lögreglan rannsakar málið sem morð.

Fjögurra ára gamall drengur var stunginn til bana og fjórtán ára gömul stúlka slasaðist alvarlega í árás á heimili í Slaithwaite í Huddersfield í Bretlandi í dag. Lögreglumenn segjast hafa fengið tilkynningu um atvikið klukkan 13 að staðartíma. Drengurinn var fluttur á konunglega Sjúkrahúsið í Huddersfield þar sem hann lést skömmu seinna. Stúlkan var flutt á sama sjúkrahús með stungusár í brjósti og maga. Hún hlaut alvarleg meiðsl.

Breska blaðið Guardian hefur eftir lögreglunni að málið sé rannsakað sem morð og að tveir menn hafi verið handteknir. Lögreglumenn leituðu morðvopna á bar sem kallaður er Silent Woman, á útfararstofu skammt frá barnum og í heimahúsi. Sjónarvottur á barnum segir að annar mannanna hafi gengið inn, pantað sér bjór og sest niður hjá félaga sínum. Sjónarvotturinn segist hafa fengið sér sæti hjá þeim og þeir hafi viðurkennt verknaðinn í tilheyrn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×