Erlent

Ætla að auka hlutverk sitt í Írak

Þórir Guðmundsson skrifar
Ban Ki-moon vill að Sameinuðu Þjóðirnar taki meiri þátt í að ná sáttum milli andstæðra fylkinga.
Ban Ki-moon vill að Sameinuðu Þjóðirnar taki meiri þátt í að ná sáttum milli andstæðra fylkinga. Mynd/ AFP
Sameinuðu þjóðirnar ætla að auka hlutverk sitt í Írak og aðstoða við að ná sáttum milli andstæðra fylkinga.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þetta á fundi með Nouri Al Maliki forsætisráðherra Íraks, sem nú er staddur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú einungis 65 starfsmenn í Írak. Árið 2003 létu 22 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lífið í sprengjuárás í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×