Erlent

Breskir kennarar vilja ekki nota tölvur til að fara yfir próf

Tölvur hafa sín takmörk.
Tölvur hafa sín takmörk.
Notkun tölvuprófa leiðir til aukinnar hættu á því að rangar einkunnir séu gefnar, eftir því sem fagfélög breskra kennara fullyrða. John Bangs, yfirmaður kennslumála hjá breska kennarasambandinu, segir að kennurum finnist mjög erfitt að nota tölvupróf. Sérstaklega vegna þess að tímafrestur í slíkum prófum sé mjög ósveigjanlegur og ekki sé tekið tillit til nemenda sem skrifa langan texta í prófsvörum.

Skammt er síðan bresk menntayfirvöld hófu notkun tölvuforrita til að fara yfir prófniðurstöður. Hugmyndin var að einfalda prófyfirferð og vonuðust ýmsir til þess að notkun slíkra kerfa myndi aukast hratt. Þeim kennurum sem kvarta yfir þessum tölvuforritum fjölgar hins vegar ört. Því má búast við að innleiðing slíkra tölvuforrita í breskt skólakerfi verði hægari en gert var ráð fyrir áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×