Erlent

Fujimori segist rólegur yfir framsalinu

Þórir Guðmundsson skrifar

Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú segist vera alveg rólegur þó að hann eigi yfir höfði sér að verða framseldur frá Chile til heimalands síns, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og morð.

Fujimori sagði við fréttamenn í gærkvöldi að hann væri sannfærður um að hann yrði sýknaður, enda hefði hann ekkert gert af sér og því gæti hann rólegur snúið til baka til Perú.

Fujimori flúði Perú árið 2000, fór til Japans og naut þar verndar stjórnvalda, en yfirgaf Japan og hefur verið í Chile í tvö ár. Allan þennan tíma hafa stjórnvöld í Perú reynt að fá hann framseldan vegna meintra glæpa í embætti.

Fujimori er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað morð á samtals 25 mönnum, sem létu lífið fyrir hendi dauðasveita. Fujimori sagðist hafa verið forseti Perú á viðsjárverðum tímum.

"Sitthvað gerðist, en það var nauðsynlegt", sagði hann við fréttamenn.

Fjuimori á eitt ár í sjötugt og bróðir hans sagðist í gær vonast til þess að honum yrði haldið á stað í Perú þar sem líf hans væri ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×