Erlent

Sænskir glæpamenn á íslenskum hestum

Óli Tynes skrifar
Íslenskir hestar nýtast í ýmislegt. Mynd úr safni
Íslenskir hestar nýtast í ýmislegt. Mynd úr safni Mynd/ Heiða

Hrafnkell Karlsson sem rekur hestaleigu með íslenska hesta í Svíþjóð fékk heldur óvenjulega viðskiptavini í gær. Þá var komið til hans með sjö hættulega fanga sem ásamt fangavörðum fóru með þeim í fimm klukkustunda útreiðatúr. Þessir fangar sitja allir inni fyrir mjög alvarleg afbrot eins og vopnað rán og ýmis ofbeldisverk. Útreiðatúrinn er liður í endurhæfingu þeirra. Hrafnkell segir að engin hætta hafi verið á því að fangarnir notuðu tækifærið til þess að flýja. Þeir hefðu haft nóg með að halda sér á baki og því engin undankomuleið. Fangarnir hafi hins vegar borið sig vel og þótt mjög gaman að útreiðatúrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×