Erlent

Rauðu ljósin slokkna í Amsterdam

Um þriðjungur af Rauða hverfinu svokallaða í Amsterdam heyrir brátt sögunni til. Stærsti hóruhúsaeigendi borgarinnar hefur nefnilega selt starfsemi sína til fasteignafélags. Alls er um 18 byggingar að ræða með 51 rauðlýsandi gluggum. Verðið á þessum húsum nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Samkvæmt fregnum frá Amsterdam er borgarstjórinn þar ánægður með að samdráttur verður í þjónustu vændiskvenna í miðbæ borgarinnar. Á síðasta ári reyndu borgaryfirvöld að loka 33 hóruhúsum en töpuðu því máli fyrir dómstólum.

Borgarstjórinn vill ekki að vændisstarfsemin hverfi alveg úr miðbænum en telur hana of umfangsmikla eins og málum er nú háttað. Rauða hverfið er álíka vinsæll ferðamannastaður og Van Gogh safnið og Hús Önnu Frank í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×