Erlent

Sviss ekki lengur skúrkaskjól

Zurich: Ekki lengur skjól fyrir illa fengið fé.
Zurich: Ekki lengur skjól fyrir illa fengið fé.

Sviss er fyrsta landið sem gerst hefur aðili að alþjóðlegu átaki til að skila fjármunum aftur til landa þar sem spillt stjórnvöld hafa stolið þeim. Um er að ræða sameiginlegt átak á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans.

Um er að ræða sameiginlegt átak á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans.

Markmið þess að að bæta samskiptin milli vanþróuðu- og þróðuðu ríkjanna með því að tryggja að stolnum auðæfum sé komið aftur í hendur eigenda sinna.

Sviss hefur hingað til verið heimsþekkt fyrir að veita illa fengnu fé skjól í formi strangrar bankaleyndar. Sem dæmi má nefna að Ferdinand Marcos fyrrum forseti Fillipseyja kom um 30 milljörðum kr. fyrir í svissneskum bönkum og það tók stjórnvöld á Filippseyjum 18 ár að endurheimta það fé. Og Sani Abacha fyrrum leiðtogi Nígeríu elskaði svissneska banka en innistæður hans þar á bæ námu nær 45 milljörðum kr.

Talsmaður svissneska fjármálaráðuneytisins segir í samtali við BBC um málið það sé nú liðin tíð að illa fengið fé geti fundið sér skjól í bönkum landsins. Einræðisherrar sem ætlar sér að nota svissneska bankaleynd í framtíðinni ættu að hugsa sig tvisvar um segir talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×