Erlent

Bin Laden hvetur til heilags stríðs

Bin Laden í sjónvarpsávarpi 7. september síðastliðinn.
Bin Laden í sjónvarpsávarpi 7. september síðastliðinn. MYND/AFP

Osama Bin Laden hvetur til heilags stríðs í Pakistan til að hrinda Pervez Musharraf af stóli sem forseta landsins. Í nýrri hljóðupptöku sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag lofar hann hefnd fyrir áhlaupið á Rauðu moskuna í Islamabad í júlí þar sem hundruð manna voru í gíslingu.

Hann sagði að hernaðaraðgerðin sem leiddi til dauða meira en eitt hundrað manns hefði gert forsetann að heiðingja. Það sé því skylda múslima að berjast gegn honum.

Áhlaupið á moskuna hafi sýnt sýnt í verki vilja hans til að halda áfram tryggð við Ameríku gegn múslimum. Þá segir Bin Laden að allir sem hjálpi honum, hermenn og aðrir, séu einnig heiðingjar sem hafi hjálpað til við að dreyfa blóði þeirra múslima sem hafa verið myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×