Erlent

Vill hámarkslengd á hjónabönd

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Þýskur stjórnmálamaður hefur verið útskúfaður af flokk sínum eftir að hún lagði til að sjö ár yrðu hámarkslengd hjónabanda. Gabriele Pauli sem er umdeildur íhaldsmaður sagði að öll hjónabönd ættu að vera innan þessa tímaramma til að spara útgjöld við skilnaði og þrýsta á fólk að reyna betur.

Eftir sjö ára tímabilið gætu hjón óskað eftir að hjónabandinu yrði framlengt.

Þingmenn og meðlimir í CDU/CSU flokk Gabriele hafa velt sér upp úr ummælum hennar, en Gabrieli sat eitt sinn fyrir í þýsku tímariti sem kona í kynferðislegu kvala-og sjálfspíslarhvatasambandi.

Flokksbræður hennar vísuðu tillögunni frá og sögðu hana „óábyrga og heimskulegt raus" og „algjörlega fráleita og ekki til umræðu."

Talsmaður erkibiskupsins í Munchen-Freising sagði að hámarkslengd á hjónabandi væri mótsagnarkennt, þar sem enginn giftist til að skilja síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×