Erlent

Loftárás á vopnaflutningalest

Olmert forsætisráðherra Ísraels: Gefa ekki upp skotmarkið í Sýrlandi.
Olmert forsætisráðherra Ísraels: Gefa ekki upp skotmarkið í Sýrlandi.

Nýjar upplýsingar hafa skotið upp kollinum um hvað íraelski flugherinn var að ráðast á, þegar hann gerði loftárás innan landamæra Sýrlands fyrr í mánuðinum Flestir hafa hingað til álitið að loftárás Íraela hafi beinst að kjarnorkuveri í Sýrlandi en heimildir innan stjórnar Ísrael segja að árásin hafi verið gerð á vopnaflutningalest á leið til Líbanon.

Flestir hafa hingað til álitið að loftárás Íraela hafi beinst að kjarnorkuveri í Sýrlandi en heimildir innan stjórnar Ísrael segja að árásin hafi verið gerð á vopnaflutningalest á leið til Líbanon.

Vopnin voru að sögn ætluð Hizbollaskæruliðunum í Líbanon og komu upprunalega frá Íran sem er einn helsti bakhjarl Hizbolla ásamt Sýrlandi.

Stjórnvöld í ísrael hafa þagað þunnu hljóði um málið og gefa ekki upp hvert skotmark flughersins var. Benjamin Netanyahu fyrrum forsætiráðherra landsins ræddi hinsvegar árásina í samtali á Channel One sjónvarpsstöðinni í Ísrael. Netanyahu, sem nú er talsmaður stjórnarandstöðunnar á þinginu í Ísrael, segir að hann styðji stjórnvöld í þessari aðgerð og að hún hafi verið nauðsynleg. Aðspurður um hvort hann hefði óskað Olmert forsætisráðherra til hamingju með árásina svaraði hann því játandi.

Sýrlendingar hafa sagt að árás þessi muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísraelsmenn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×