Erlent

Þjóðverjar greiða Gyðingum skaðabætur

MYND/AFP

Þýsk stjórnvöld ákváðu í dag að greiða öllum þeim Gyðingum sem voru í nauðungarvinnu í Þýskalandi á tímum nasista skaðabætur. Hver og einn fær um 176 þúsund krónur í sinn hlut en heildargreiðslur geta numið allt að 9 milljörðum króna.

Talið er að enn séu um 50 þúsund Gyðingar á lífi sem voru látnir vinna nauðungarvinnu í þar til gerðum gettóum á tímum nasista í Þýskalandi. Þeir unnu oft við slæmar aðstæður og fengu lítið sem ekkert í laun.

Þýsk stjórnvöld ítreka þó að hér sé um táknrænar greiðslur að ræða en ekki eiginlegar skaðabætur fyrir allt það sem fólkið var látið ganga í gegnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×