Erlent

OJ Simpson fyrir dómara

MYND/AFP

OJ Simpson voru nú áðan birtar ákærur gegn honum fyrir rétti í Nevadafylki í Bandaríkjunum vegna þjófnaðar á minjagripum á hótelherbergi í Las Vegas síðastliðinn fimmtudag. Dómarinn fór fram á 10 milljóna króna tryggingu gegn lausn hans.

Simpson segist einungis hafa verið að endurheimta hluti sem voru í hans eigu.

Ákæruliðirnir eru tíu, en hann er meðal annars ákærður fyrir að skipuleggja mannrán og þjófnað með hættulegu vopni.

Verði hann sakfelldur gæti hann átt von á lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×