Erlent

Lýsa Gaza strönd óvinasvæði

Ríkisstjórn Ísraels hefur lýst Gaza ströndina óvinasvæði í kjölfar síendurtekinna eldflaugaárása á landið frá vígamönnum Hamas á Gaza. Ákvörðunin gæti leitt til þess að Ísraelar loki fyrir flutning á vatni, eldsneyti og rafmagni til svæðisins.

Gaza er undir stjórn Hamas samtakanna. Þau hafa lýst því yfir að þau líti á allar slíkar tilraunir sem stríðsyfirlýsingu. Samtökin segja árásirnar vera viðbrögð við veru ísraelskra hermanna á Gaza strönd og Vesturbakkanum.

Palestínustjórn fer að nafninu til með stjórn á svæðinu, en síðan í júní hefur það verið undir stjórn Hamas. Svæðið tilheyrir samkvæmt alþjóðalögum ekki hluti af neinu sjálfstæðu ríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×