Erlent

Eyddu vitlausu fóstri

Tveir ítalskir læknar sem eyddu heilbrigðu fóstri fyrir slysni eiga yfir höfði sér kæru vegna vanrækslu í starfi.

Í aðgerðinni, sem fór fram í júní, ætluðu læknarnir sér að eyða tvíbura sem greinst hafði með Downs heilkenni. Eftir sónarskoðun skiptu læknarnir um stað og hófu aðgerðina, en eyddu hinum tvíburanum sem var heilbrigður.

Verði læknarnir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér frá þriggja mánaða til tveggja ára fangelsi, að sögn ANSA fréttastofunnar.

Málið er vatn á myllu andstæðinga fóstureyðinga, sem eru fjöldamargir í hinni fyrst og fremst kaþólsku Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×