Erlent

Síðasti eftirlifandi Rauði Khmerinn kærður

Nuon Chea
Nuon Chea
Sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar nú fjöldamorð Rauður Khmeranna í Kambódíu

hefur kært fyrrverandi næstæðsta yfirmann þeirra fyrir glæpi gegn mannkyni.

Nuon Chea, sem nú er 82 ára gamall, var næstur að tign eftir Pol Pot og almennt kallaður Bróðir númer tvö. Hann verður nú yfirheyrður af dómstólnum og ákvörðun tekin um hvort hann verði ákærður. Talið er að Rauðu Kmerarnir hafi drepið yfir milljón manns á valdatíð sinni í Kambódíu árin 1975 til 79.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×