Erlent

Abe áfram á sjúkrahúsi

Shinzo Abe forsætisráðherra Japans verður áfram á spítala og alls óvíst er hvenær hann kemur aftur til vinnu.

Talsmaður japönsku stjórnarinnar segir samt sem áður að engin áform séu um að útnefna starfandi forsætisráðherra. Abe fór á spítala í síðustu viku á barmi taugaáfalls.

Læknar áttu upphaflega von á því að hann yrði á sjúkrahúsi í þrjá eða fjóra daga, en honum hefur ekkert batnað og því er óvíst hvenær hægt verður að útskrifa hann.

Leiðtogakjör verður í stjórnarflokknum í Japan á sunnudag og væntanlega tekur sigurvegari þeirra kosninga við embætti forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×