Erlent

Draga úr leit að Steve Fossett

Steve Fossett.
Steve Fossett. MYND/AFP

Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga verulega úr leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett. Aðeins tvær flugvélar voru við leitarstörf í dag en í síðustu viku voru þær tuttugu talsins. Steve Fosset hefur nú verið saknað í tvær vikur.

Fjölmargir hafa tekið þátt í leitinni að Steve Fossett en ekkert hefur til hans spurt síðan hann tók á loft á eins hreyfils vél sinni frá flugvelli í Nevada þann 3. september síðastliðinn. Þegar mest var voru yfir 25 vélar við leitarstörf ásamt björgunarsveitum á jörðu niðri. Hingað til hefur leitinn ekki borið neinn árangur.

Samkvæmt yfirmanni almannavarna í Nevada fylki verður ákveðið á miðvikudaginn hvort leitinni verður haldið áfram. Hann sagði þó að björgunarsveitir sem og þyrlur bandaríska heimavarnarliðsins yrðu áfram til reiðu til að fylgja eftir öllum mögulegum vísbendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×