Erlent

Pabbinn skildi dóttur sína eftir á lestarstöð

Þórir Guðmundsson skrifar

Ástralska lögreglan leitar nú að karlmanni sem talinn er hafa skilið dóttur sína eftir á lestarstöð í Melbourne. Á öryggismyndavél sést miðaldra karlmaður með ferðatösku leiða litla stúlku að lestarpalli í Melbourne í Ástralíu. Skömmu síðar sést hann aftur á öryggismyndavél, en þá án stúlkunnar.

Svo virðist sem hann hafi farið upp í lest en skilið stúlkuna eftir. Starfsmenn lestarstöðvarinnar fundu hana við rúllustigann, þar sem hún var skilin eftir.

Brad Shallies hjá lögreglunni í Viktoríufylki segir að yfirvöld telji að pabbinn hafi farið til Bandaríkjanna.

Litla stelpan og pabbi hennar voru bæði með nýsjálenskt vegabréf. Hún er nú í fóstri í Melbourne. Yfirvöld segja að hún spyrji eftir móður sinni - sem lögregla telur að sé á Nýjasjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×