Erlent

Flotaskvísur fá brjóstastækkanir

Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé.

Talsmaður flotans hefur varið þessa ráðstöfun og segir að brjóstastækkanir séu gerðar af sálfræðilegum ástæðum en ekki til að að gera sjóliðana meira sexý. Málið er til umræðu á ástralska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×