Erlent

Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy

Sopranos kvaddi með Emmy-verðlaunum fyrir bestu þættina.
Sopranos kvaddi með Emmy-verðlaunum fyrir bestu þættina.

Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal.

Breski leikarinn Ricky Gervais hlaut Emmy fyrir bestan leik í gamanmyndaflokki fyrir frammistöðu sína í BBC-sjónvarpsþáttunum .

America Ferrara stjarnan í gamanþáttunum um Ugly Betty hlaut Emmy fyrir besta aðalhlutverk leikkonu.

Emmy-verðlaunin fyrir aukahlutverk komu í hlut Terry O'Quinn, sem leikur hinn dularfulla John Locke í Lost og Katherine Heigl fyrir frammistöðu sína í þáttunum Greys Anatomy.

Allir leikararnir í The Sopranos komu fram á sviðið er tilkynnt var um aðalverðlaunin og voru hylltir vel og lengi af viðstöddum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×