Erlent

Grikkir ganga til kosninga

Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Costas Karamanlis forsætisráðherra flýtti kosningum um hálft ár í von um að tryggja mið- og hægristjórn sinni fjögur ár í viðbót.

Verðbólga í Grikklandi er mun meiri en leyfilegt er á evrusvæðinu og ætlar Karamanlis að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum umbótum í efnahagsmálum. Fyrir fram var talið að Karamanlis ynni stórsigur en síðan boðað var til kosninga hafa hneykslismál og mannskæðir skógareldar valdið honum erfiðleikum.

Kjósendur hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist hægt og illa við eldunum sem urðu sextíu og fimm hið minnsta að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×