Erlent

Flugmaður lést í sýningaratriði í Bretlandi

Flugmaður lést þegar flugvél hans skall til jarðar á flugsýningu í Shoreham í Vestur-Sussex á Englandi í dag. Talið að flugmaðurinn hafi verið að taka þátt í sýningaratriði um baráttuna um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni á vegum konunglega breska flughersins. Vélin, sem var eins hreyfils Hurricane, skall til jarðar um einn og hálfan kílómetra frá sýningarsvæðinu og sakaði engan á jörðu niðri. Um var að ræða þriggja daga sýningu sem hófst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×