Erlent

Ekki alveg dauður

Maður, sem hafði verið úrskurðaður látinn, vaknaði við nístandi sársauka á skurðarborði í Venesúela eftir að læknar hófu krufningu á honum.

Carlos Camejo lenti í umferðarslysi og var úrskurðaður látinn skömmu síðar og fluttur í líkhús. Læknar hófu svo að kryfja hann, en áttuðu sig á því að líklega væri ekki allt með felldu þegar honum byrjaði að blæða.

Camejo, sem vaknaði þegar byrjað var að skera í höfuð hans, sagði við venesúelska blaðið El Universal að sársaukinn hafi verið óbærilegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×