Erlent

Meintur árásarmaður handtekinn

Rabbíar.
Rabbíar. MYND/AFP

Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi hefur handtekið 22 ára gamlan mann fyrir fólskulega árás á rabbía þar í borg. Maðurinn stakk rabbíann með hníf áður en hann hljóp í burtu. Verknaðurinn vakti mikinn óhug í Þýskalandi og umræðu um gyðingahatur þar í landi.

Árásin átti sér stað á föstudaginn í síðustu viku. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, var á gangi í fjármálahverfi Frankfurt þegar á hann var ráðist. Árásarmaðurinn hótaði honum lífláti áður en hann stakk hann með hníf í magann. Rabbíinn náði sjálfur að koma sér á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki lengur í lífshættu.

Maðurinn sem var handtekinn er 22 ára gamall, fæddur og uppalinn í Frankfurt, en báðir foreldrar hans eru Afganar. Ekki liggur fyrir afhverju maðurinn réðst á rabbíann. Maðurinn hefur nú verið kærður fyrir líkamsárás og morðtilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×