Erlent

Bhutto hyggst snúa aftur til Pakistans

Bhutto og Musharaf.
Bhutto og Musharaf. MYND/AFP

Fyrrverandi forsætisráðhera Pakistans, Benazir Bhutto, ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir margra ára útlegð. Bhutto hefur átt í viðræðum við forseta landsins, Pervez Musharaf, um að taka á ný við forsætisráðherraembættinu, en þær viðræður fóru út um þúfur.

Annar fyrrverandi forsætisráðherra, Nawaz Sharif, reyndi að snúa aftur til Pakistans á mánudaginn var. Hann komst þó ekki langt og var sendur hið snarasta til Sádí Arabíu því samkvæmt samningi sem hann hafði gert við Musharaf mátti hann ekki snúa strax heim.

Bhutto segist ekki óttast það að verða send aftur í útlegð því ólíkt Sharif, skrifaði hún aldrei undir slíkan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×