Erlent

Lögregla skaut tvo bankaræningja til bana

Lögregla í Hampshire skaut tvo menn til bana þegar þeir gerðu tilraun til vopnaðs ráns í banka í morgun.

Lögregla beið mannanna þegar þeir komu út úr HSBC bankanum og skaut þá. Annar mannanna lést á staðnum, en hinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Vopn sem talin eru tilheyra ræningjunum fundust á vettvangi.

Vitni á staðnum sögðust hafa séð þriðja ræningjann flýja af vettvangi, en lögregla neitaði að staðfesta þetta. Sjúkraflutningamenn staðnum segjast þó hafa meðhöndlað þrjá menn. Einn hafi látist á staðnum, annar á sjúkrahúsi, en sá þriðji hafi verið með minniháttar áverka, og ekki þurft á frekari læknisaðstoð að halda.

Hvorki viðskiptavinir bankans, starfsfólk hans, né vegfarendur slösuðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×