Erlent

Tíu láta lífið í skjálftum

Snarpur eftirskjálfti olli manntjóni og eyðileggingu á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og fleiri en fimmtíu slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig.

Í Bengkulu héraði á Súmatra eyju hrundu 800 byggingar. Enn er fólk í sjálfheldu undir rústum. Flóðbylgjur mynduðust út frá skjálftanum en þær voru litlar og engar fréttir hafa borist af tjóni þeirra vegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×