Erlent

15 látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan

Að minnsta kosti fimmtán pakistanskir hermenn létust og 11 særðust þegar þegar öflug sprengja sprakk í byggingu hersins í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Islamabad. Sjálfsvígsárásarmaður gekk inn í mötuneyti hersins þar sem fjöldi hermanna snæddi kvöldmat og sprengdi sig þar í loft upp.

Fyrr í mánuðinum létust 25 manns, flestir hverra voru starfsmenn leyniþjónustu pakistanska hersins, þegar tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar í herstöð nálægt Islambad.

Yfirvöld sögðust þá að sönnunargögn bentu til þess að vígassveitir tengdar Al-Kaída, sem berjast við pakistanska herinn á landamærunum við  Afganistan tengdust árásunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×