Erlent

Villepin mætir fyrir rétt í París

Þórir Guðmundsson skrifar

Dominique de Villepin fyrrum forsætisráðherra Frakklands mætti fyrir rétt í París í dag til að svara spurningum um svokallað Clearstream hneyksli. illepin er grunaður um að hafa reynt að koma höggi á Nicolas Sarkozy núverandi forseta Frakklands, þegar þeir tveir voru keppinautar um forsetaembættið.

Á þeim tíma fékk dómari dularfullan tölvudisk í pósti með gögnum sem áttu að sýna fram á að Sarkozy, þá dómsmálaráðherra, hefði þegir mútur.

Í ljós kom að ekkert var hæft í þeim ásökunum. Villepin er hins vegar grunaður um að hafa beitt sér sérstaklega fyrir því að leyniþjónusta Frakklands rannsakaði Sarkozy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×