Erlent

Norski herinn í sparnaðaraðgerðum

Norskar herþotur á æfingu á Ítalíu.
Norskar herþotur á æfingu á Ítalíu. MYND/AFP

Norski herinn hefur tilkynnt um að hyggist ekki taka þátt í tveimur heræfingum sem NATO ríki taka þátt í á næstunni vegna sparnaðaraðgerða. Tilkynningin hefur vakið nokkuð umtal í Noregi en ráðstefna á vegum NATO verður haldin í höfuðborginni Osló í næstu viku.

Með sparnaðaraðgerðum sem þessum vonast herinn til þess að geta dregið saman útgjöld sín um 750 milljónir norskra króna á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×