Erlent

Neyðarástand í Paragvæ

Stjórnvöld í Paragvæ lýstu í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu eftir mikla elda sem geysað hafa undanfarið. Yfir hundrað þúsund hektarar skóglendis og beitilands hafa orðiið eldinum að bráð.

Forseti landsins lýsti svo yfir neyðarástandi í gær eftir að eldarnir sóttu í sig veðrið í fjórum héröðum landsins.

Bændum í landinu hefur verið kennt um eldsupptök en þeir eru sagðir kveikja elda til þess að ryðja skóglendi fyrir bómullar- og sojabaunarækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×