Erlent

Olían lækkar lítillega eftir metverð

MYND/LHG

Olíuverð á heimsmörkuðum hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að verð á olíu fór í áttatíu dollara á tunnu í fyrsta skipti í sögunni í gær. Verðið lækkaði þó ekki mikið og fylgjast menn grannt með hitabeltisstominum Humberto sem er að myndast í Mexíkóflóa.

Olíuverðið hefur hækkað um þrjátíu og eitt prósent það sem af er þessu ári og hefur verðið fjórfaldast síðan árið 2002. Nýlegar hækkanir eru komnar til vegna ótta manna um að framleiðsla kunnni að truflast á óstöðugum svæðum eins og í Nígeríu og í Írani auk þess sem eftirspurn eftir eldsneytin vex statt og stöðugt. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hittust á þriðjudaginn var þar sem tilkynnt var um framleiðsluaukningu upp á hálfa milljón tunna á dag.

Sérfræðingar segja hins vegar að aukningin dugi hvergi nærri til þess að slá á hækkanir og óttast menn að verðið geti farið vel yfir áttatíu dollara á tunnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×