Erlent

Putin skipar nýjan forsætisráðherra

Viktor Zubkov er næsti forsætisráðherra Rússlands.
Viktor Zubkov er næsti forsætisráðherra Rússlands. Mynd/ AFP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur samþykkt afsökn Mikhail Fradkov forsætisráðherra landsins og skipað Viktor Zubkov í hans stað. Zubkov er tiltölulega óþekktur en hann starfaði sem forstjóri fjármálaeftirlitsins í Rússlandi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins segir að breytingarnar á ríkisstjórninni sé gerð til að hrista upp fyrir komandi þing- og forsetakosningar. Gert er ráð fyrir að Dúman, neðri deild rússneska þingsins kjósi um tilnefningu Zubkovs á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×