Erlent

Þúsund starfsmenn í verkfalli

Allt að þúsund starfsmenn Danska ríkisútvarpsins, DR, leggja í dag niður vinnu til að mótmæla uppsögnum hjá fyrirtækinu, að sögn Jótlandspóstsins. Fréttastofa stöðvarinnar reið á vaðið um ellefuleitið í morgun þegar starfsmenn hennar gengu út - sumir hverjir í beinni útsendingu. Alls hefur 141 starfsmanni verið sagt upp hjá DR undanfarnar vikur. Starfsmennirnir komu saman á Íslandsbryggju eftir að þeir gengu út, en þeir munu funda í fyrramálið til að ákveða framhald aðgerðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×