Erlent

Rússar sprengja ,,Föður allra sprengna"

Pútín Rússlandsforseti
Pútín Rússlandsforseti
Rússneski flugherinn hefur í tilraunaskyni sprengt gríðarstóra loft-eldsneytissprengju sem þeir segja sem þeir segja mun öflugri en MOAB, bandarísk sprengja sömu gerðar, sem nefnd hefur verið ,,Móðir allra sprengna". Yfirmenn rússneska hersins segja að sprengjan, sem þeir kalla ,,Föður allra sprengna", sé sambærileg að styrk við kjarnorkusprengju.

Loft-eldsneytissprengjur eru kíló fyrir kíló mun öflugri en hefðbundnar sprengjur. Þær springa í tveimur hlutum. Lítil sprenging skilur eftir sig ský af eldsneyti, sem svo kviknar í og myndar afar öfluga sprengingu. Sprengingin veldur loftbylgju, sem fletur allt í nágrenni sínu.

Sérfræðingur sem fréttastofa BBC vitnar í segir líklegt að sprengjan hafi verið verið ákveðin yfirlýsing af hálfu Rússa, ekki ósvipuð því þegar Bandaríkjaher sprengdi MOAB sprengju stuttu fyrir innrásina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×