Erlent

Árþúsundamót í Eþíópíu

21. öldin er loks gengin í garð í Eþíópíu. Eþíópíumenn notast við koptíska dagatalið og samkvæmt því gekk árið 2000 í garð í dag.

Á sjöttu öld eftir Krist tók allur kristindómur sig til og reiknaði upp á nýtt fæðingardag frelsarans. Eþíópíumenn voru hins vegar ekki á því að skipta um skoðun og hafa haldið sig alla tíð við gamla tímatalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×