Erlent

Kynferðisabrotamaður lék í jóladagatali TV2

Danska sjónvarpsstöðin TV2 þarf að hætta við sýningu á jóladagatali sínu, eftir að einn leikaranna í því var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Dagatalið ,,Mikkel og Gullkortið" verður sýnt á næsta ári, eftir að atriði með leikaranum hafa verið klippt út.

TV2 vill ekki gefa upp hver leikarinn er, en segir að málið sé mikið áfall fyrir stöðina. Dagskrárstjóri stöðvarinnar, Keld Reinicke, sagði í samtali við Berlingske Tidende að málið væri sérlega óheppilegt í ljósi þess að dagatalið væri fjölskylduefni og persónur í því ættu að geta verið börnum fyrirmyndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×