Erlent

Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag

Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi.
Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi. MYND/Getty

Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram á tyrneska þinginu í dag. Talið er nánast öruggt að Abdullah Gul, frambjóðandi AK flokksins, beri sigur úr býtum.

Stjórnmálaskýrendur telja þó að Abdullah Gul þurfi að minnsta kosti þrjár umferðir áður en hann verður kosinn forseti. Samkvæmt tyrkneskum lögum kýs þingið forseta landsins. Til að ná kjöri þarf forsetaframbjóðandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða í fyrstu og annarri umferð kosninga. Í þeirri þriðju hins vegar nægir hreinn meirihluti.

Stjórnmálaskýrendur telja þó nánast öruggt Abdullah Gul þurfi að minnsta kosti þrjár umferðir áður en hann verður kosinn forseti. Samkvæmt tyrkneskum lögum kýs þingið forseta landsins. Til að ná kjöri þarf forsetaframbjóðandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða í fyrstu og annarri umferð kosninga. Í þeirri þriðju hins vegar nægir hreinn meirihluti.

AK flokkurinn, sem stendur á bak við framboð Abdullah Gul, hefur meirihluta þingsæta og því öruggt að Abdullah nái kjöri í þriðju umferðinni sem fer fram í næstu viku.

Abdullah var tilefndur til forseta í vor við lítinn fögnuð veraldlega þenkjandi stjórnarandstæðinga og hers sem tókst að koma í veg fyrir framboð hans. Óttast margir að íhaldsamar skoðanir Abdullah verði til þess að Tyrklandi færist nær því að verða íslamískt ríki. Í ræðu sem Abdullah hélt í síðustu viku lofaði hann hins vegar að trúarbrögð og stjórnmál verði áfram aðskilin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×