Erlent

Dean heldur áfram að valda skaða

Að minnsta kosti sextíu þúsund manns eru enn í neyðarskýlum í Mexíkó eftir að fellibylurinn Dean gekk þar yfir á miðvikudaginn. Fjórir fundust látnir í gær og hafa því alls 25 látið lífið af völdum fellibylsins.

Þá voru um eitt þúsund lögreglumenn sendir til bæjarins Tulancingo í Mexíkó í gær til að stöðva fólk sem fór þar um ránshendi. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa í bæinn vegna mikilla flóða í kjölfar fellibylsins og standa mörg heimili og fyrirtæki auð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×