Erlent

Suður-Kóreumenn veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð

Jeppi ekur eftir götu í höfuðborg Norður-Kóreu, Pjongjang.
Jeppi ekur eftir götu í höfuðborg Norður-Kóreu, Pjongjang. MYND/AFP

Suður kóresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð upp á tæpa 2,6 milljarða króna vegna mikilla flóða sem hafa geysað í landinu.

Talið er að um þrjú hundruð manns hafi látið lífið og um þrjú hundruð þúsund hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Mikil úrkoma hefur verið í Norður-Kóreu í ágústmánuði. Ár hafa flætt yfir bakka sína og samgöngur liggja niðri á stórum svæðum. Talið er að um ellefu prósent ræktarlands í Norður Kóreu hafi farið undir vatn í flóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×