Erlent

Áttatíu námuverkamanna saknað í Kína

Faðir og sonur eins námuverkamanns bíða frétta.
Faðir og sonur eins námuverkamanns bíða frétta. MYND/AFP

Að minnsta kosti áttatíu námuverkamanna er saknað eftir að vatn flæddi inn í námur í suðvesturhluta Kína í gærkvöldi. Um tvö hundruð björgunarmenn reyna nú að dæla vatni úr námunum en mikil flóð hafa verið á svæðinu.

Í síðustu viku urðu um 180 námuverkamenn innlyksa í kolanámu í Shandong héraði í Austur-Kína þegar vatn flæddi inn í hana. Þeir eru nú taldir af.

Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Kína það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×