Erlent

Tveir unglingspiltar handteknir grunaðir um morð

Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi.
Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. MYND/365

Breska lögreglan handtók í morgun tvo unglingspilta sem grunaðir eru um að hafa myrt hinn 11 ára gamla Rhys Jones í Liverpool í gær. Hinir handteknu eru á 15. og 19. aldursári. Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi.

Rhys var skotinn þar sem hann var að spila fótbolta með vinum sínum á bílastæði þar í borg. Vitni segja að morðinginn hafi verið á hjóli og með lamphúshettu sem huldi andlit hans. Hann skaut þremur skotum í átt Rhys áður en hann hjólaði í burtu. Rhys lést skömmu síðar af völdum skotsára á hálsi.

Lögreglan í Liverpool telur að um handhófskennt morð hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×