Erlent

Tveir létu lífið í gær af völdum Dean

Dean í þann mund sem hann gekk yfir Mexíkó í gær.
Dean í þann mund sem hann gekk yfir Mexíkó í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar fellibylurinn Dean gekk yfir austurströnd Mexíkó í gær. Alls hafa því nítján manns látið lífið af völdum fellibylsins.

Mikil úrkoma fylgdi bylnum í gær en styrkur hans hefur hins vegar farið dvínandi frá því að hann gekk yfir Yucatan-skaga á þriðjudaginn. Veðurfræðingar gera nú ráð fyrir að Dean muni missa allan vindstyrk þegar hann gengur yfir miðhálendi Mexíkó í dag og umbreytast í venjulega hitabeltislægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×