Erlent

Umhverfisskaðlegt efni í tveimur tegundum Colgate-tannkrems

Komið hefur í ljós að tvær tegundir Colgate-tannkrems hafa að geyma umhverfisskaðlegt efni sem yfirvöld í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, hafa ráðið fólki frá að neyta.

Efnið sem um ræðir heitir triclosan og eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins er hefur það fyrst og fremst verið notað í hreingerningaefni. Evrópusambandið skilgreindi efnið umhverfisskaðlegt fyrir tveimur árum en notkun þess minnkaði um helming á árunum 2000-2004 í Danmörku. Það mun þó enn vera að finna í tannkremstegundunum Colgate Total og Colgate Total Whitening.

Haft er eftir til talsmanni Colgate á vef Jótlandspóstins að tannkremstegundirnar innihaldi triclosan því það dragi úr bakteríumyndun og minnki vandamál tengd tannholdi. Bæði tannlæknar og fulltrúar hjá umhverfisstofnun Danmerkur ráða fólki hins vegar frá því að innbyrða triclosan og haft er eftir lektor við Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn að engar sannanir séu fyrir því að tannkrem með triclosan sé betra en tannkrem án efnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×