Erlent

Lögreglan í Kaupmannhöfn ræðst gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu

Frá Kristjaníu.
Frá Kristjaníu. MYND/365

Fjölmenn liðsveit frá lögreglunni í Kaupmannahöfn kom sér fyrir á götum Kristjaníu í morgun. Aðgerðir lögreglu beinast fyrst og fremst að sölu ólöglegra fíkniefna á svæðinu.

Haft er eftir talsmanni lögreglunnar í Kaupmannahöfn í dönskum fjölmiðlum að aðgerðir lögreglunnar beinist eingöngu að sölu ólöglegra fíkniefna á svæðinu. Fyrr á þessu ári lokaði lögreglan á sölu fíkniefna í Kristjaníu. Þær aðgerðir virðast þó hafa dugað skammt því nokkuð hefur borið á sölu fíkniefna í Kristjaníu að undanförnu að sögn lögreglunnar.

Aðfaranótt síðastliðins mánudags kom til skotbardaga í Kristjaníu og var meðal annars handsprengju kastað við veitingahús á svæðinu. Talið er að þau átök tengist valdabaráttu fíkniefnasala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×