Erlent

Kona deyr af völdum fuglaflensu í Indónesíu

Indónesískir heilbrigðisstarfsmenn athuguðu alla þá sem höfðu samskipti við hina látnu.
Indónesískir heilbrigðisstarfsmenn athuguðu alla þá sem höfðu samskipti við hina látnu. MYND/AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu hafa staðfest að kona sem lést á spítala á eyjunni Bali í gærmorgun hafi látist af völdum H5N1 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Konan, sem verslaði með fuglakjöt, var aðeins 28 ára gömul.

Í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Indónesíu kemur fram að konan hafi verið lögð inn á spítala síðastliðinn laugardag. Kvartaði hún þá undan háum hita og öndunarerfiðleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×