Erlent

Þrír menn særast í átökum í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. MYND/Team Event

Þrír menn særðust þegar til átaka kom á Norgesgade í Amager í Kaupmannahöfn í morgun. Átökin brutust út eftir að maður neitaði að yfirgefa íbúð á svæðinu.

Kallað var á lögreglu til að stilla til friðar. Maðurinn tók þá upp hníf og stakk báða lögregluþjónana. Til að verjast greip lögreglan til vopna og skaut manninn.

Annar lögregluþjónninn særðist á hönd en hinn á læri. Árásarmaðurinn fékk skot í magann.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×