Erlent

Klám-Barbie ekki vel liðin af Mattel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barbie er ekki svona vel klædd á vef Global China Networks.
Barbie er ekki svona vel klædd á vef Global China Networks.
Leikfangarisinn Mattel ákvað í dag að lögsækja fyrirtækið Global China Networks fyrir að nota “Barbie” vörumerkið  í dónalegum tilgangi. Nafn þessarar frægu dúkku er nefnilega áberandi á klámsíðunni www.chinabarbie.com, sem er í eigu fyrirtækisins. 

Ruth Handler, ein af stofnendum Mattel leikfangaverksmiðjunnar, skapaði Barbie árið 1959. Á 48 árum hefur Barbie verið eitt vinsælasta leikfang meðal stúlkna í Vestur-Evrópu. Talið er að bandarískar stúlkur á aldrinum 3-11 ára eigi að meðaltali átta slíkar dúkkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×