Erlent

Dauðadrukkin á grafarbakkanum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þýsk kona sem var á leið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingja virðingu sína fékk sér full mikið í aðra tána áður en hún lagði af stað.

Að sögn lögreglu í Mitterteich í Þýskalandi missti hún stjórn á bíl sínum, þar sem hún keyrði á vegi sem liggur gegnum garðinn. Hún keyrði niður legsteina og grafhýsi áður en hún staðnæmdist í opinni gröf og komst ekki upp.

Lögregla, sem dró konuna upp, metur skemmdirnar sem hún olli á bíl sínum og garðinum á um 1.6 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×